Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. júlí 2018 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eboue handtekinn grunaður um íkveikju
Mynd: Getty Images
Það virðist ekkert ætla að ganga upp hjá Emmanuel Eboue eftir að fótboltaferli hans lauk.

Mirror segir frá því í dag að Eboue hafi verið handtekinn, grunaður um íkveikju í Norður-Lundúnum. Eboue er í varðhaldi

Eboue missti allt eftir að ferlinum lauk. Hann missti húsið, konuna og fær ekki að hitta börnin sín. Hann er líka auralaus en hann fór býsna illa með fjármuni sína á meðan hann var í fótboltanum.

Undir lok síðasta árs greindi hann frá því að hann væri í sjálfsmorðshugleiðingum.

Eboue er 35 ára gamall og lék fyrir Arsenal í sjö ár, frá 2004 til 2011. Hann lék einnig með Galatasaray en var síðast á mála hjá Sunderland. Þar spilaði hann ekki einn leik vegna FIFA banns sem hann var í vegna skulda við umboðsmann sinn.

Í kringum jólin var tilkynnt að Galatasaray ætlaði að hjálpa Eboue en það virðist ekki alveg hafa gengið upp.
Athugasemdir
banner