sun 08. júlí 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eins og Lukaku sé 16 ára og allir hinir 11 ára"
Lukaku átti frábæran leik gegn Brasilíu.
Lukaku átti frábæran leik gegn Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku er búinn að vera einn besti leikmaður Heimsmeistarmótsins hingað til, ef ekki sá besti.

Lukaku er kominn með fjögur mörk og er næst markahæstur á eftir Harry Kane, en Lukaku hefur líka verið að gera svo mikið annað en að skora mörk fyrir Belgíu. Hann er gríðarlega mikilvægur í allri sóknaruppbyggingu Belgíu.

Lukaku er á mála hjá Manchester United en einn af bestu varnarmönnum í sögu félagsins, Rio Ferdinand, hefur hrifist mjög af Lukaku á þessu móti.

Eftir 2-1 sigur Belgíu á Brasilíu sagði Ferdinand þetta um sóknarmanninn stóra og stæðilega:

„Það er eins og hann sé að spila á skólalóðinni og sé 16 ára að spila á móti 11 ára krökkum. Það er eins og hann sé of sterkur og of stór fyrir alla hina," sagði Ferdinand.

„Það ætti eiginlega að banna honum að spila með þeim," sagði Ferdinand léttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner