Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. júlí 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Özil: Ef ég væri í hans stöðu myndi ég hætta
Mesut Özil á að baki 92 landsleiki fyrir Þýskaland.
Mesut Özil á að baki 92 landsleiki fyrir Þýskaland.
Mynd: Getty Images
Faðir Mesut Özil er á því máli að sonur sinn eigi að hætta að spila fyrir þýska landsliðið.

Özil hefur verið hvað mest gagnrýndur af öllum leikmönnum Þýskalands eftir að Þjóðverjar féllu úr leik í riðlakeppni HM í Rússlandi.

Fyrir mótið var hinn 29 ára gamli Özil myndaður með hinum umdeilda forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan. Özil var ásamt liðsfélaga sínum, Ilkay Gundogan á myndinni. Özil og Gundogan færðu Erdogan áritaðar treyjur og tóku í höndina á honum. Báðir leikmenn fæddust í Þýskalandi en foreldrar þeirra eru tyrkneskir innflytjendur.

Þýskaland og Tyrkland eru í deilum vegna innflytjendamála og voru Þjóðverjar ekki sáttir með hvernig Özil og Gundogan höguðu sér. Erdogan hefur þá fengið mikla gagnrýni í stjórnartíð sinni vegna einræðistilburða og meintra mannréttindabrota.

Özil hefur aldrei talað um það hvers vegna hann tók myndina og hefur hann fengið gagnrýni fyrir það og eins og segir hér að ofan þá hefur hann fengið hvað mesta gagnrýni af öllum Þýskalands eftir vonbrigðin á HM.

Faðir hins 29 ára gamla Özil er ósáttur.

„Hann vill ekki lengur útskýra, hann vill ekki lengur alltaf þurfa að verja sig. Hann hefur í níu ár spilað fyrir þýska A-landsliðið og þar á meðal orðið Heimsmeistari með þeim. Hann hefur gert mikið fyrir landið," sagði Mustafa, faðir Özil, við Bild am Sonntag.

„Það hefur alltaf verið: ef við vinnum, þá vinnum við saman. En þegar við töpum, þá töpum við vegna Özil? Það er baulað á hann og hann gerður að blóraböggli. Ég get skilið það ef hann er móðgaður."

„Ef ég væri í hans stöðu þá myndi ég hætta í landsliðinu. Það er samt bara mín persónulega skoðun."

Özil á að baki 92 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur hann skorað í þeim 23 mörk.
Athugasemdir
banner
banner