Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. júlí 2018 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandinho hótað öllu illu - „Ekkert réttlætir rasisma"
Fernandinho.
Fernandinho.
Mynd: Getty Images
Fernandinho, miðjumaður Manchester City og brasilíska landsliðsins, er væntanlega ekki að eiga sína bestu daga á lífsleiðinni. Hann skoraði sjálfsmark í leik Brasilíu og Belgíu í 8-liða úrslitum HM. Í kjölfarið hefur hann orðið fyrir kynþáttafordómum og honum verið hótað lífláti.

Brasilía tapaði leiknum 2-1 en Belgía komst yfir með sjálfsmarki miðjumannsins.

Brasilía féll úr leik sem eru náttúrulega mikil vonbrigði fyrir eins stóra fótboltaþjóð. Margir kenndu Fernandinho um tapið.

Móðir hans þurfti að hætta á Instagram
Á samfélgsmiðlum fékk Fernandinho útreið, var hann kallaður „api" og hótað öllu illu, þar á meðal lífláti.

Eiginkona Fernandinho, Rosa Glaucia, fékk ljót skilaboð á Instagram, en móðir hans þurfti að loka Instgram-reikningi sínum vegna allra þeirra ljótu skilaboð sem hún var að fá.

Þetta er náttúrulega algjört bull og hafa margir komið leikmanninum til varnar. Á vefsíðu Mundo Negro, sem sérhæfir sig í menningu þeldökkra, er skrifað: „Ekkert réttlætir rasisma. Við erum með þér Fernandinho."

Ljóst er að fjölmargir standa með Fernandinho á þessum erfiðum tímum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner