Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. júlí 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gæti átt yfir höfði sér leikbann vegna pólitískra skilaboða
Domagoj Vida.
Domagoj Vida.
Mynd: Getty Images
Domagoj Vida, varnarmaður Króatíu, gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna myndbands eftir sigur Króatíu á Rússlandi í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum HM í gær.

Í myndbandinu sést Vida segja „lifi Úkraína!" Með Vida á myndbandinu var Ognjen Vukojevic, fyrrum landsliðsmaður Króatíu. Hann tekur undir með Vida og segir „Þessi sigur var fyrir Dynamo og Úkraínu ... áfram Króatía."

Vida og Vukojevic spiluðu saman hjá Dynamo Kiev um tíma. Vukojevic er í dag hættur en Vida spilar með Besiktas í Tyrklandi.

Stirrt er á milli Rússlands og Úkraínu eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.

Pólitísk skilaboð eru með öllu móti bönnuð á HM og gæti Vida farið í bann fyrir þetta, hann gæti líka fengið sekt. Vida segir að hann hafi ekki verið að senda pólitísk skilaboð. „Það er engin pólitík í fótbolta. Þetta var grín fyrir vini mína í Dynamo Kiev. Ég elska Rússa og Úkraínumenn," sagði Vida við Sport Express í Rússlandi.

Næsti leikur Króatíu er við England í undanúrslitunum á HM. Það verður eflaust rosalegur leikur.

Sjá einnig:
Xhaka, Shaqiri og Lichtsteiner voru sektaðir fyrr í mótinu fyrir það hvernig þeir fögnuðu
Athugasemdir
banner
banner
banner