Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   sun 08. júlí 2018 13:15
Fótbolti.net
Hannes: Tankurinn tómur eftir EM en ekki núna
Landsliðsmarkvörðurinn í viðtali um Aserbaídsjan og íslenska landsliðið
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes segir að hungrið sé til staðar hjá landsliðinu.
Hannes segir að hungrið sé til staðar hjá landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta kom upp beint eftir þennan Argentínuleik," segir markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson en hann er genginn í raðir Qarabag í Aserbaídsjan. Hannes ræddi við Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í gær, laugardag.

Qarabag er meistari í Aserbaídsjan en liðið fór í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Qarabag vann FC Kaupmannahöfn í umspili um að komast í Meistaradeildina. Í riðlakeppninni mætti Qarabag síðan Roma, Chelsea og Atletico Madrid.

„Því meira sem ég skoðaði þetta því áhugaverðara var þetta. Á endanum þá var þetta orðið þannig að við ákváðum að stökkva á þetta, taka sénsinn á þessu - hoppa út í óvissuna og prófa eitthvað nýtt."

„Þetta er stór ákvörðun. Við höfum það rosa gott í Randers, en við erum búin að kynna okkur málin vel. Maður hefur heyrt að Baku sé frábær staður til að vera á."

„Fótboltalega séð var þetta engin spurning. Þetta er besta liðið í deildinni og er með metnað til að spila í Meistaradeildinni. Þetta er minn besti möguleiki í Meistaradeildinni," sagði Hannes og ýtti þar undir orð sem hann lét falla í viðtali á dögunum.

„Eini almennilegi ókosturinn við þetta er að Aserbaídsjan er langt í burtu, þetta er spennandi."

„Ég er búinn að tala við nokkra útlenska leikmenn sem eru að spila þarna og það eru allir sammála um það að þeir gætu ekki verið ánægðari að hafa kýlt á þetta. Menn eru lengi hjá þessu liði - það eru bestu liðin. Það líður öllum það vel þarna. Menn eru ekki að koma í hálft ár og fara. Það segja allir að okkur muni líða vel þarna," segir Hannes en hann er að fara með fjölskylduna frá Danmörku til Aserbaídsjan. Hannes hefur undanfarin tvö ár leikið með Randers þar í landi.

„Blóðbragð á tönnunum"
Í viðtalinu í útvarpinu í gær ræddi Hannes aðeins um Heimsmeistaramótið með Íslandi og næstu verkefni í landsliðinu.

Það stærsta sem Hannes gerði þar og vakti áhuga fjölda lið var að hann varði vítaspyrnu Lionel Messi gegn Argentínu. Hannes segir að það hafi verið öðruvísi tilfinning að mæta Messi en leikmönnum til að mynda í dönsku úrvalsdeildinni.

„Já, aðeins," sagði Hannes aðspurður hvort sé hefði liðið öðruvísi. „Þetta var súrrealískt frá því hann flautar og þangað til hann sparkar. Draumkennd minning af þessu. Þarna voru komnar upp aðstæðurnar sem var mest talað við mig um fyrir þetta mót. Ég hafði á tilfinningunni að þetta væri mitt augnablik."

Um Argentínuleikinn segir Hannes: „Hann spilaðist nákvæmlega eins og við vildum að hann myndi spilast. Varnarleikurinn var nánast upp á 10 í þessum leik."

„Ef ég ætti að líta á eitthvað jákvætt við það að við skyldum detta út þá skynja ég meira hungur núna heldur en strax eftir Evrópumótið, þar var tankurinn tómur. Núna er eins og menn séu með blóðbragð á tönnunum og vilji byrja strax aftur. Það er það sem ég tek jákvætt úr þessu, neistinn er til staðar."

Viðtalið er í heild sinni í spilaranum að ofan.

Sjá einnig:
Hannes: Besti möguleikinn á að spila í Meistaradeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner