Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. júlí 2018 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard spáði Belgíu og Englandi í úrslitaleikinn
Hazard er góður spámaður.
Hazard er góður spámaður.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, stjarnan í belgíska landsliðinu, virðist vera nokkuð góður spámaður.

Hazard birti spá sína fyrir HM þremur dögum fyrir opnunarleik mótsins.

Hazard stóð sig vel í spánni en hann var með fimm af þeim átta liðum sem komust í 8-liða úrslit rétt. Hann var líka með viðureign Belgíu og Frakklands í undanúrslitum rétt.

Enn er möguleiki á því að Hazard hafi rétt fyrir sér þegar kemur að úrslitaleiknum en hann spáði því að Belgía og Englandi myndu mætast þar. Belgía mætir eins og áður segir Frakklandi í undanúrslitum og England spilar við Króatíu.

Hazard spáði því auðvitað að Belgía myndi vinna keppnina.

Leikirnir í undanúrslitunum fara fram 10. og 11. júlí og úrslitaleikurinn 15. júlí. Það mun þá koma í ljóst hvort Hazard hafi rétt fyrir sér þegar kemur að úrslitaleik og sigurvegara.


Athugasemdir
banner
banner
banner