Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. júlí 2018 19:00
Gunnar Logi Gylfason
Króatíska landsliðið horfði á leik Svíþóðar og Englands
Modric fagnar marki á HM
Modric fagnar marki á HM
Mynd: Getty Images
Luka Modric, fyrirliði Króatíu, hefur spilað gríðarlega vel á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og hefur verið mikið rætt um að hann verði valinn leikmaður mótsins.

Modric átti fínan leik gegn Rússum í gær þar sem hann sýndi hversu góðu formi hann er í með því að pressa hátt á Rússana þegar langt var komið inn í framlenginguna.

Undirbúningurinn fyrir leikinn var eflaust aðeins öðruvísi en venjulega hjá Króötunum. Þeir horfðu á leik Svíþjóðar og Englands vitandi það að þeir ættu eftir að mæta sigurvegaranum úr þeirri viðureign með sigri í sínum leik.

„Við horfðum á England og sáum hversu sterkir þeir eru. Við búumst við mjög erfiðum leik, eins og allir leikir eru í Heimsmeistaramótinu," sagði Modric.

„Við munum njóta þessa sigurs en svo munum við undirbúa okkur. Við höfum séð hversu sterkir Englendingarnir eru í föstum leikatriðum og við verðum að gera betur þar sem við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði gegn Rússum."

Króatía spilar gegn Englandi í undanúrslitunum á miðvikudaginn næsta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner