Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. júlí 2018 22:00
Gunnar Logi Gylfason
Liverpool snýr sér að Julian Brandt
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur snúið sér að þýska sóknarmanninum Julian Brandt eftir að hafa mistekist að tryggja sér þjónustu Frakkans Nabil Fekir.

Brandt var valinn í þýska landsliðið fyrir Heimsmeistaramótið í sumar, framyfir Leroy Sane, og fékk nokkrar mínútur og leit vel út.

Brandt hefur spilað 132 leiki fyrir Bayer Leverkusen og skorað í þeim 27 mörk þrátt fyrir ungan aldur. Hann er aðeins 22 ára en hann byrjaði að spila með aðalliði Leverkusen árið 2014.

Hann gæti orðið þriðji leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar á eftir þeim Naby Keita, sem kom frá RB Leipzig, og Fabinho, sem kom frá Monaco.
Athugasemdir
banner
banner