Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. júlí 2018 10:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric er ekki svo viss um að Ronaldo sé á förum
Hann telur að Portúgalinn verði áfram í Madríd
Ronaldo og Modric.
Ronaldo og Modric.
Mynd: Getty Images
Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, telur að liðsfélagi sinn, Cristiano Ronaldo sé ekki á förum frá spænska stórveldinu.

Ronaldo hefur verið sterklega orðaður við Juventus síðustu daga. Nánast á hverju sumri hefur Ronaldo verið orðaður burt frá Real Madrid en það er eins og eitthvað sé öðruvísi, það sé líklegra að eitthvað muni gerast.

Modric telur hins vegar að ekkert muni gerast, Ronaldo verði áfram í spænsku höfuðborginni.

„Sjáum til hvað gerist. Ég held að hann fari ekki og ég vil ekki að hann fari vegna þess að hann er besti leikmaður í heimi. Hann skiptir okkur miklu máli og vonandi verður hann áfram."

„Ég held að hann verði áfram, það er mitt álit," sagði Modric eftir sigur Króatíu á Rússlandi í 8-liða úrslitum HM í gær, en hann sagðist jafnframt ekki geta ímyndað sér hinn 33 ára gamla Ronaldo í neinu öðru evrópsku liði en Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner