Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. júlí 2018 10:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Rauðu spjöldin í Kaplakrika í gær
Allt það helsta úr leikjum gærdagsins
FH vann Grindavík í gær þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.
FH vann Grindavík í gær þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Keflavík áttust við.
Stjarnan og Keflavík áttust við.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það var fjörugur leikur á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í hádeginu í gær. FH og Grindavík áttust við í Pepsi-deild karla.

Það dró fyrst til tíðinda í Kaplakrika í dag á 30. mínútu þegar vítaspyrna var dæmd á Grindavík. Brynjar Ásgeir Guðmundsson, fyrrum leikmaður FH, fékk beint rautt spjald og Grindavík einum færri og nokkrum sekúndum síðar lentu þeir einu marki undir þar sem Steven Lennon skoraði af punktinum.

Staðan var 1-0 í hálfleik en seinni hálfleikur fór af stað með látum.

Aftur varð jafnt í liðum þegar Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, fékk að líta beint rautt spjald frá Ívari Orra dómara. Samkvæmt fréttaritara okkar á vellinum var spjaldið vafasamt, rétt eins og rauða spjaldið sem Grindavík fékk.

Á 57. mínútu komust FH-ingar í 2-0 þegar Færeyingurinn Brandur Olsen skoraði eftir undirbúning frá Atla Guðnasyni og staða Grindvíkinga orðin mjög slæm.

Grindvíkingar gáfust hins vegar ekki upp og minnkuðu muninn þegar stundarfjórðungur var eftir, Rodrigo Gomes Mateo með markið. Grindavík komst þó ekki lengra.

FH náði að halda út og afar mikilvægur sigur þeirra staðreynd.

Rauðu spjöldin umdeild
Rauðu spjöldin sem fóru á loft í leiknum þóttu bæði umdeild en Vísir hefur birt myndband af þeim ásamt mörkunum sem skoruð voru í leiknum.

Smelltu hér til að skoða allt það helsta úr leiknum.

Hvað finnst þér?

Hinir tveir leikirnir
Tveir aðrir leikir voru í gær. Stjarnan lagði botnlið Keflavíkur og komst á topp Pepsi-deildarinnar, upp fyrir Val. Og þá gerðu ÍBV og Breiðablik markalaust jafntefli þar sem markverðir liðanna reyndust senuþjófir. Þeir voru báðir mjög öflugir.

Stöð 2 fór líka yfir þá leiki í íþróttafréttum í gær og var í kjölfarið birt myndband á Vísi.

Smelltu hér til að skoða það.

Þessi 12. umferð Pepsi-deildarinnar klárast á mánudag með leik Fylkis og Víkings.
Athugasemdir
banner
banner