Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. júlí 2018 18:15
Gunnar Logi Gylfason
Noregur: Svekkjandi tap hjá Sandefjord - Mikilvægur sigur Start
Emil Pálsson
Emil Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikið er í norsku úrvalsdeildinni í dag og voru nokkrir Íslendingar að spila.

Íslendingaliðið Sandefjord er í vondum málum eftir enn eitt tapið. Emil Pálsson spilaði allan leikinn en Ingvar Jónsson sat allan leikinn á bekknum eins og svo oft áður á þessu tímabili.

Sandefjord komst þó í 2-0 í fyrri hálfleik gegn Haugesund. Með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla eftir um 20 mínútna leik í seinni hálfleik jöfnuðu Haugesund leikinn.

Staðan var 2-2 allt fram í uppbótartíma en þá skoraði Haugesund tvö mörk til viðbótar og Sandefjord situr sem fastast á botninum með sex stig eftir 16 leiki og eru átta stigum á eftir næsta liði.

Næsta lið er Start en með því liði leika Aron Sigurðarson og Kristján Flóki Finnbogason. Start lenti undir í byrjun seinni hálfleiks gegn Stabæk sem er einu sæti ofar.

Start gafst ekki upp og voru komnir í 2-1 þrettán mínútum síðar. Ekki var meira skorað og mikilvægur sigur staðreynd. Start er enn í næst neðsta sæti en er nú jafnt næstu tveimur liðum að stigum.

Aron spilaði næstum því allan leikinn, var tekinn útaf í uppbótartíma, en Kristján Flóki sat allan tímann á bekknum.
Athugasemdir
banner
banner