Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. júlí 2018 23:00
Gunnar Logi Gylfason
Torreira: Ég get ekki sóað tækifærinu
Mynd: Getty Images
Úrúgvæinn Lucas Torreira hefur staðfest að hann er á leið til London í læknisskoðun hjá Arsenal.

Liðin samþykktu kaupverð á kappanum fyrir nokkrum vikum, þrjátíu milljónir evra, en félagaskiptunum var seinkað vegna þátttöku hans á Heimsmeistaramótinu.

Úrúgvæ komst í 8-liða úrslit og flaug liðið heim til Úrúgvæ, fyrir utan Torreira. Hann fer til Englands.

„Ég hefði verið ánægður að fljúga heim með liðsfélögum mínum, en þetta er svo stórt tækifæri og ég get ekki sóað því," sagði þessi 22 ára gamli miðjumaður.

„Þetta er eins og þegar ég fór ungur frá Úrúgvæ til að spila á Ítalíu, þar sem ég vissi að það væri tækifæri lífsins til að þróast sem persóna og hjálpa fjölskyldunni minni."

„Ég sá fórnirnar sem faðir minn færði. Ég var lengi að heiman og gat ekki drukkið mate með mömmu minni. Ég mun koma heim til Úrúgvæ bráðum og heilsa öllum."


Torreira spilaði ekki í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið en vann sér inn sæti í landsliðshópnum með góðri frammistöðu með Sampdoria í Seria A.
Athugasemdir
banner
banner
banner