Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. júlí 2019 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Varamaður Túnis andar léttar eftir sigur á Gana
Túnis er komið í 8-liða úrslitin
Túnis er komið í 8-liða úrslitin
Mynd: Getty Images
Gana 1 - 1 Túnis (4-5 eftir vítakeppni)
0-1 Taha Yassine Khenissi ('73 )
1-1 Rami Bedoui ('90, sjálfsmark )

Túnis er komið í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar eftir að hafa unnið Gana í vítakeppni í Egyptalandi í kvöld.

Taha Yassine Khenissi kom Túnis yfir á 73. mínútu eftir sendingu frá Wadji Kechrida og var útlit fyrir að liðið myndi fljúga inn í 8-liða úrslitin.

Rami Bedoui, leikmaðu Túnis, kom inná sem varamaður á 90. mínútu til að þétta varnarleikinn en það kom í bakið á þeim og gerði hann sjálfsmark í fyrstu snertingu sinni. Þung innkoma.




Það kom þó ekki að sök í vítakeppninni. Túnis hafði betur þar 5-4 og mætir liðið Madagaskar í 8-liða úrslitum.

8-liða úrslit:
Senegal - Benín
Madagaskar - Túnis
Fílabeinsströndin - Alsír
Nígería - Suður-Afríka
Athugasemdir
banner
banner