mán 08. júlí 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Burnley að kaupa Jay Rodriguez og Pieters
Jay Rodriguez er á leið til Burnley á nýjan leik.
Jay Rodriguez er á leið til Burnley á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Burnley, er að vinna í að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi tímabil og hann vonast til að landa tveimur leikmönnum snemma í þessari viku.

Burnley hefur boðið tíu milljónir punda í Jay Rodriguez framherja WBA en það er riftunarverðið í samningi hans.

Hinn 29 ára gamli Rodriguez spilaði með Burnley frá 2007 til 2012 og er nú líklega á leið aftur til félagsins.

Þá er vinstri bakvörðurinn Erik Pieters á leið til Burnley frá Stoke.

Pieters fór ekki með Stoke í æfingaferð félagsins fyrir tímabilið en hann er ekki í plönum Nathan Jones stjóra liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner