Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 08. júlí 2019 18:25
Egill Sigfússon
Byrjunarlið FH og Víkings: Kári Árna mættur í Pepsí Max!
Kári byrjar sinn fyrsta leik fyrir Víkinga í kvöld
Kári byrjar sinn fyrsta leik fyrir Víkinga í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
FH fær Víking Reykjavík í heimsókn á Kaplakrikavöll í 12. umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld klukkan 19:15. FH hefur ekki unnið leik síðan 20. maí í deildinni og þurfa nauðsynlega að fara vinna leiki. Víkingur er í 10.sætinu með 11 stig þrátt fyrir að hafa unnið 2 og gert 2 jafntefli í síðustu 4 leikjum þá eru þeir jafnir HK í 10.-11. sæti deildarinnar. Vinni þeir í kvöld þá sigla þeir þrem stigum frá fallsætinu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

FH stillir upp óbreyttu byrjunarliði frá markalausa jafnteflinu við Grindavík í síðustu umferð. Gunnar Nielsen er kominn aftur í liðið eftir meiðsli og er á varamannabekknum í kvöld á kostnað Vignis Jóhannessonar. Þá kemur Leó Kristinn Þórisson á bekkinn í kvöld í stað Kristins Steindórssonar.

Hjá Víkingum byrjar Kári Árnason sinn fyrsta leik í Pepsí Max-deildinni og Dofri Snorrason fer á bekkinn á kostnað hans. Þá byrja Kwame Quee og Júlíus Magnússon í kvöld fyrir Atla Hrafn Andrason og Nikolaj Hansen sem eru báðir meiddir og ekki í leikmannahópnum í kvöld.

Byrjunarlið FH
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Björn Daníel Sverrisson
7. Steven Lennon
9. Jónatan Ingi Jónsson
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Halldór Orri Björnsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
27. Brandur Olsen

Byrjunarlið Víkings
1. Þórður Ingason (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson
8. Sölvi Ottesen (f)
9. Erlingur Agnarsson
13. Viktor Örlygur Andrason
15. Kwame Quee
20. Júlíus Magnússon
21. Guðmundur Andri Tryggvason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason
27. Kári Árnason
Athugasemdir
banner
banner