Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. júlí 2019 12:15
Fótbolti.net
Fjölnir með leikmann sem er „svindlkall" í Inkasso
Rasmus (fyrir miðju) fagnar með liðsfélögum sínum.
Rasmus (fyrir miðju) fagnar með liðsfélögum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen hefur verið einn besti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar en hann leikur hjá Fjölni á lánssamningi frá Val.

Rætt var um frábæra frammistöðu hans í Inkasso-horninu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Þessi leikmaður á náttúrulega ekki að vera í Inkasso-deildinni," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það er oft talað um svindlkalla í fótboltanum og hann er einn af þeim. Hann er gríðarlega öflugur," sagði Úlfur Blandon, sérfræðingur um Inkasso-deildina, en hann sér ekkert stöðva Fjölni á leið sinni upp um deild.

„Manni finnst holningin á Fjölnisliðinu vera komin. Þeir eru farnir að sýna ákveðinn stöðugleika og gæði. Það eru margir leikmenn sem koma að mörkunum þeirra, varnarleikurinn heldur og Atli er búinn að vera frábær í markinu."

„Þeir eru að sýna stöðugleika og er ansi líklegt að þeir muni spila í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. Ég held að það sé pottþétt, ef þeir þurfa að spýta í þá stíga þessir öflugu leikmenn bara upp og ná í markið sem þeir þurfa," sagði Úlfur og Elvar bætti við:

„Líka miðað við hrærigrautinn sem er í kringum þá í töflunni, ég held að ekkert komi í veg fyrir að Fjölnir verði í Maxaranum á næsta ári."

Smelltu hér til að hlusta á Inkasso-hornið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner