Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 10:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gullbikarinn: Mexíkó lagði Bandaríkin í úrslitaleiknum
Dos Santos skoraði sigurmarkið.
Dos Santos skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mexíkó 1 - 0 Bandaríkin
1-0 Jonathan Dos Santos ('73)

Mexíkó er sigurvegari Gullbikarsins í sumar. Mexíkó lagði Bandaríkin að velli í úrslitaleik síðastliðna nótt.

Jonathan Dos Santos skoraði eina mark leiksins eftir sniðuga stoðsendingu Raul Jimenez, sóknarmanns Wolves. Dos Santos er 29 ára fyrrum leikmaður Barcelona. Hann leikur í dag með Los Angeles Galaxy.

Leikurinn fór fram í Chicago fyrir framan rúmlega 62 þúsund áhorfendur.

Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, fékk gott tækifæri snemma í leiknum, en Gregg Berhalter, þjálfari Bandaríkjana, sagði að Mexíkó hefði verið betra liðið.

„Okkur skorti ró og yfirvegun. Þegar þú talar um skrefið sem liðið þarf að taka, þá erum við nálægt því en við náðum því ekki í kvöld," sagði Berhalter.

Gullbikarinn er landsliðskeppni Norður- og Mið-Ameríku ásamt þjóða í karabíska hafinu.

Mexíkó hefur unnið keppnina 11 sinnum, en Bandaríkin sex sinnum. Bandaríska kvennalandsliðið varð í gær Heimsmeistari í fjórða sinn.

Hér að neðan má sjá markið sem réði úrslitum.



Athugasemdir
banner
banner
banner