Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Inkasso-deild kvenna: Dramatískar lokamínútur á Sauðárkróki
Bryndís Rut Haraldsdóttir skoraði sigurmark Tindastóls
Bryndís Rut Haraldsdóttir skoraði sigurmark Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll 4 - 3 Grindavík
0-1 Guðrún Jenný Ágústsdóttir ('10, sjálfsmark )
0-2 Shannon Simon ('15 )
1-2 Murielle Tiernan ('22 )
2-2 Hrafnhildur Björnsdóttir ('75 )
3-2 Jaqueline Altschuld ('78 )
3-3 Shannon Simon ('86 )
4-3 Bryndís Rut Haraldsdóttir ('88 )

Tindastóll vann gríðarlega góðan baráttusigur á Grindavík á Sauðárkróki í kvöld, 4-3.

Guðrún Jenný Ágústsdóttir, fyrirliði Tindastóls, skoraði í eigið net á 10. mínútu áður en Shannon Simon bætti við öðru stuttu síðar.

Murielle Tiernan minnkaði muninn á 22. mínútu. Það var þá mikil dramatík undir lok leiks. Hrafnhildur Björnsdóttir jafnaði metin á 75. mínútu áður en Jaqueline Altschuld kom Stólunum yfir.

Shannon Simon jafnaði á 86. mínútu en Bryndís Rut Haraldsdóttir reyndist hetjan á Króknum og skoraði sigurmarkið fyrir Tindstól á 88. mínútu.

Lokatölur 4-3 og Tindastóll í þriðja sæti með 12 stig en Grindavík er í 5. sæti með 11 stig.

Hamrarnir og Völsungur gerðu þá markalaust jafntefli í 2. deild kvenna en Völsungur er áfram í efsta sæti með 16 stig á meðan Hamrarnir eru í 5. sæti með 7 stig.
Athugasemdir
banner
banner