Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. júlí 2019 11:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Kári klár í kvöldið: Ætlum okkur sigur gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Landsliðsmaðurinn þaulreyndi Kári Árnason leikur væntanlega sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Víking í kvöld þegar liðið mætir FH í Kaplakrika í lokaleik 12. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

„Ég er klár í slag­inn í kvöld og ég er bara mjög spennt­ur að taka upp þráðinn og spila hér heima í deild­inni. Það eru orðin miklu meiri gæði í deild­inni síðan ég fór," sagði Kári í samtali við Guðmund Hilmarsson á mbl.is.

Víkingur er við fallsætin en þó aðeins tveimur stigum frá FH sem er í sjöunda sæti.

„Ég held að það séu fá lið sem hafa jafn­marga hæfi­leika­ríka leik­menn og Vík­ing­ur er með í dag. Stiga­söfn­un­in end­ur­spegl­ar ekki frammistöðu liðsins af því sem ég hef séð," sagði Kári.

„Ég fer aldrei í leiki nema að stefna á sig­ur og við ætl­um að reyna að taka stig­in þrjú sem í boði eru. Við ætl­um okk­ur sig­ur í leikn­um í kvöld og reyna að nýta okk­ur þeirra veik­leika."

Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15.

Sjá einnig:
Arnar Gunnlaugs: Fyrir mér er Kári hafsent


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner