Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. júlí 2019 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Neymar eldri: Það vita allir ástæðuna
Neymar er í Brasilíu að sinna góðgerðarsamtökunum sem hann heldur utan um
Neymar er í Brasilíu að sinna góðgerðarsamtökunum sem hann heldur utan um
Mynd: Getty Images
Brasilíska stórstjarnan Neymar var fjarverandi í dag er Paris Saint-Germain hóf æfingar en faðir leikmannsins hefur komið honum til varnar.

Neymar átti að mæta á æfingu Parísarliðsins í dag en sást hvergi og gaf franska liðið frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsti yfir vonbrigðum sínum með hann.

Lengi hefur verið talað um framtíð Neymar og að hann gæti verið á leið aftur til Barcelona en einhver hægagangur er á viðræðunum.

Faðir hans segir þó að PSG hafi vitað af fjarveru hans og ástæðuna á bakvið það en Neymar er með góðgerðarsamtök í Brasilíu til að hjálpa fátækum börnum að spreyta sig á fótboltamótum, fræða þau og hjálpa þeim að komast á betri stað. Auk þess heldur hann árlegt fótboltamót þar í landi.

„Það vita allir ástæðuna, það var búið að plana þetta fyrir ári síðan þar sem Instituto Projeto Neymar fer fram. Við gátum ekki breytt dagsetningunni og hann mætir aftur 15. júlí. Það er svona einfalt, ekkert annað á bakvið þetta og löngu búið að láta PSG vita," sagði Neymar eldri í viðtali við Fox í Brasilíu.



Athugasemdir
banner
banner
banner