banner
   mán 08. júlí 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Pálmi einn minn uppáhalds leikmaður frá því ég var krakki"
Arnþór í baráttunni. Pálmi fylgist með úr fjarlægð.
Arnþór í baráttunni. Pálmi fylgist með úr fjarlægð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ingi Kristinsson var maður leiksins á laugardag þegar KR vann 2-1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum.

Arnþór hefur komið eins og stormsveipur inn í lið KR í sumar og verið algjörlega frábær eftir að hann vann sér sæti í byrjunarliðinu. Með hann í liðinu hefur KR verið á mikilli siglingu.

Arnþór var á bekknum í úrvalsliði umferða 1-11 í Pepsi Max-deildinni hjá Innkasti Fótbolta.net.

Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, var valinn besti leikmaður umferða 1-11 og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var valinn besti þjálfari fyrri hlutans.

Arnþór segir að það séu mikil forréttindi að spila við hliða Pálma Rafns hjá KR. Pálmi Rafn, sem er 34 ára, er fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður.

„Það er alveg frábært, hann er geggjaður leikmaður sem ég hef litið upp til lengi. Hann hefur verið einn af mínum uppáhalds leikmönnum frá því ég var krakki. Það er alveg geggjað að fá að spila með honum," sagði Arnþór.

Viðtalið við hann eftir leikinn gegn ÍBV má sjá hérna að neðan.
Arnþór Ingi: Ætlaði að hætta í fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner