Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 08. júlí 2019 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U17 kvenna tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Svíum
Enda í 4. sæti
Byrjunarliðið í dag.
Byrjunarliðið í dag.
Mynd: KSÍ
U17 landslið kvenna mætti Svíum í leiknum um bronsið á Opna Norðurlandamótinu í dag. Leikurinn fór fram 22 stiga hita og sól, en mótið er haldið í Svíþjóð.

Amanda Jacobsen Andradóttir kom Íslandi yfir eftir 20 mínútur. Þær sænsku jöfnuðu og komust síðan yfir á 82. mínútu. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir jafnaði fyrir Ísland undir lokin.

Þar sem leikurinn endaði jafn var farið í vítaspyrnukeppni og þar höfðu Svíar betur, 7-6. Ísland klikkaði á tveimur vítaspyrnum á meðan Svíþjóð nýtti allar nema eina.

Ísland endar því í fjórða sæti mótsins sem er flottur árangur.

Þýskaland og England leika til úrslita á mótinu.

Byrjunarlið Íslands:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
Jakobína Hjörvarsdóttir
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
Andrea Marý Sigurjónsdóttir (f)
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Þórhildur Þórhallsdóttir
Hildur Lilja Ágústsdóttir
María Catharina Ólafsdóttir Gros
Amanda Jacobsen Andradóttir
Andrea Rut Bjarnadóttir
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir


Athugasemdir
banner
banner