Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 08. júlí 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Á bara ekki að líðast á fótboltavellinum"
Jakob Hafsteinsson, leikmaður Magna.
Jakob Hafsteinsson, leikmaður Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni var rætt um atvik sem átti sér stað í leik Magna og Þróttar Vogum í 2. deild á dögunum.

Jakob Hafsteinsson, leikmaður Magna, steig þá á ökkla Sigurðs Gísla Snorrasonar, Sigga Bond, leikmanns Þróttar. Boltinn var víðsfjarri en þetta gerðist undir lok leiksins.

Jakob fékk enga refsingu fyrir atvikið en myndband má sjá hér neðst í fréttinni.

„Þetta á bara ekki að líðast á fótboltavellinum," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Þetta er ljótt að sjá. Í uppbótartíma, algjör pirringur. Þetta er ólíkt honum," sagði Gylfi Tryggvason.

„Þetta kemur mér svo á óvart, að þetta sé hann. Ég hef spilað við þennan strák upp alla yngri flokkana. Þetta er ekki hann, finnst mér. Þetta er ekki í hans karakter, en greinilega einhver pirringur. Það kom mér á óvart að sjá þetta. Sigurður Gísli er sennilega bestur í deildinni að komast í hausinn á mönnum," sagði Óskar Smári Haraldsson.

„Ef dómarinn hefði séð þetta, þá væri þetta aukaspyrna, rautt spjald og leikurinn búinn. Þetta er mikið dómgreindarleysi."



Ástríðan - Óskar Smári mætti og reif kjaft
Athugasemdir
banner
banner