Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. júlí 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eldri og reyndari leikmenn FH liðsins þurfa að stíga upp og stjórna ferðinni"
FH mætir Sligo Rovers í kvöld.
FH mætir Sligo Rovers í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Viðar lagði skóna á hilluna árið 2018.
Atli Viðar lagði skóna á hilluna árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Matti Villa er einn af eldri og reyndari mönnum liðsins.
Matti Villa er einn af eldri og reyndari mönnum liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensku liðin þrjú, FH, Stjarnan og Breiðablik, hefja leik í Sambandsdeildinni í dag. FH og Stjarnan leika fyrri leikinn í 1. umferð forkeppninnar á heimavelli gegn írskum liðum en Breiðablik spilar í Lúxemborg í dag.

Í þessari grein verður einblínt á leik FH og írska liðsins Sligo Rovers sem fram fer á Kaplakrikavelli í dag og hefst sá leikur klukkan 18:00.

Fótbolti.net hafði samband við FH-inginn Atla Viðar Björnsson sem lék á sínum ferli 31 Evrópuleik og skoraði fimm mörk. Atli hefur verið í sérfræðingateymi Stöð 2 Sport þegar kemur að Pepsi Max-deildinni og svaraði hann nokkrum spurningum um leikinn í kvöld.

Hvernig meturu möguleika FH í leiknum í kvöld og einvíginu sjálfu?

„FH á fína möguleika en fyrirfram metur maður þetta sem 50/50 einvígi. Þetta írska lið er í góðum gír í deildinni sinni heima og írsku liðin hafa verið að reynast íslensku liðunum hættulegir andstæðingar undanfarið í Evrópukeppnunum," sagði Atli.

Þarf FH að vinna í kvöld?

„Nei, en auðvitað er betra að fara með góð úrslit úr fyrri leik á heimavelli en maður á aðeins eftir að sjá hvað mun breytast við það að útimarkareglan sé ekki lengur inni í dæminu. FH þarf að sjálfsögðu koma sér í góða stöðu með góðum úrslitum í kvöld en þó svo að sigur vinnist ekki í kvöld þá er aðalmálið að góður möguleiki sé til staðar fyrir seinni leikinn í næstu viku til að klára einvígið."

Hvað þarf að gerast til að FH nái í góð úrslit?

„Það sem ég hef séð og heyrt af þessu írska liði þá virðast þeir vera með nokkuð skýrt en frekar einfalt leikplan með orkumikla leikmenn fram á við þannig. FH þarf að ná að halda í boltann og stjórna tempóinu í leiknum og eldri og reyndari leikmenn FH liðsins þurfa að stíga upp og stjórna ferðinni."

Gengi FH hefur verið mjög lélegt í Pepsi Max-deildinni að undanförnu.
Helduru að það sé gott fyrir FH að fá núna aðra keppni en til að einbeita sér að?

„Já og nei. Það er ekkert hægt að gleyma stöðunni í deildinni en hún hvorki hjálpar né vinnur gegn þeim í svona verkefni þó að það sé önnur keppni í gangi núna. Allir alvöru knattspyrnumenn held ég að vilji vera með mörg járn í eldinum og fara sem lengst í öllum keppnum sem þeir taka þátt í og Evrópukeppnin er mikil upplifun. Þannig að það er stóra málið fyrir leikmennina að fá fleiri ferðir og fleiri stór verkefni."

Hver er munurinn á að spila Evrópuleik og hefðbundinn leik í deild? Er öðruvísi rútína á leikdegi?

„Munurinn innan vallar er fyrst og fremst sá að í Evrópuleik ertu að spila við lið og leikmenn sem þú þekkir ekki og veist ekki hvað geta. Hér heima ertu alltaf að spila við Pálma Rafn, Gísla Eyjólfs., Hilmar Árna og þessa sömu andstæðinga aftur og aftur og veist upp á hár í hverju þeir eru góðir og í hverju ekki góðir."

„Þannig að í þessu ertu í meiri óvissu, það kallar á enn meiri einbeitingu, skýrt leikplan og að fókus levelið sé alveg í toppi ef menn vilja ná að komast lengra."

„Ég vona að rútínan verði örlítið öðruvðisi en vanalega því þetta er ákveðinn hápunktur hvers sumars fyrir félögin og leikmennina. Ég var alltaf hlynntur því þegar ég var að taka þátt í þessu að það væri aðeins meira lagt í umgjörðina og allt væri gert til að upplifunin verði sem best,"
sagði Atli að lokum.

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner