Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. júlí 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Hjulmand hrósar Southgate í hástert - „Ert að vinna frábært starf"
Southgate og Hjulmand.
Southgate og Hjulmand.
Mynd: EPA
England vann Danmörku á umdeildri vítaspyrnu í framlengingu þegar liðin áttust við í undanúrslitum EM alls staðar. England mun leika gegn Ítalíu í úrslitaleik á sunnudag.

Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, hrósaði kollega sínum Gareth Southgate, þjálfara Englands, í hástert á fréttamannafundi eftir leikinn á Wembley í gær.

Hjulmand segir Southgate unnið magnað starf og gert góða hluti með því að leggja traust sitt á unga leikmenn.

„Ég vil óska Gareth til hamingju. Ég hef fylgst með því hvað enska knattspyrnusambandið hefur gert og hvernig hann vinnur með unga leikmenn, hvernig hann starfar og treystir sjálfum sér," segir Hjulmand.

„Framkoma hans og samskipti við aðra eru til fyrirmyndar. Til hamingju Gareth, þú ert að vinna frábært starf við erfiðar aðstæður."

Varðandi vítaspyrnuna sem réði úrslitum:

„Þetta átti ekki að vera vítaspyrna og þetta er atvik sem fer í taugarnar á mér núna. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Það er sérstaklega sárt að tapa leikjum þegar leikmennirnir hafa barist svona eins og þeir gerðu," segir Hjulmand.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner