Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. júlí 2021 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Auðvelt fyrir Rosengard
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir voru í byrjunarliði Örebro sem mætti Hammarby í efstu deild sænska boltans í dag.

Örebro var 2-1 yfir í síðari hálfleik en gestirnir úr Hammarby náðu að snúa stöðunni sér í vil á lokakaflanum og báru sigurorð, 2-3.

Örebro er í neðri hluta deildarinnar með 11 stig eftir 12 umferðir. Hammarby er í þriðja sæti með 21 stig.

Örebro 2 - 3 Hammarby
0-1 M. Janogy ('7)
1-1 K. Lundin ('9)
2-1 K. Lundin ('48)
2-2 E. Karlsson ('76)
2-3 E. Larsson ('81)

Glódís Perla Viggósdóttir lék þá allan leikinn er topplið Rosengård rúllaði yfir botnlið Växjö.

Rosengård skoraði fimm mörk og er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar.

Andrea Mist Pálsdóttir var í byrjunarliði Växjö en skipt af velli á 70. mínútu.

Rosengård 5 - 0 Växjö
1-0 O. Schough ('2)
2-0 A. Anvegard ('9)
3-0 N. Bjorn ('39)
4-0 C. Seger ('52)
5-0 S. Sanders ('93)
Athugasemdir
banner