Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. júlí 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
UEFA kærir England fyrir hegðun stuðningsmanna
Kasper Schmeichel.
Kasper Schmeichel.
Mynd: EPA
UEFA hefur skellt kæru á knattspyrnusamband England eftir að stuðningsmaður beindi lasergeisla í andlit Kasper Schmeichel, markvarðar Danmerkur, í gær.

England og Danmörk áttust við í undanúrslitum EM á Wembley í gærkvöld og fór England með sigur af hólmi eftir framlengingu.

England fékk vítaspyrnu í framlengingunni sem Schmeichel varði. Kane fylgdi á eftir vítaspyrnunni og skoraði.

Á myndbandi sem fór í dreifingu eftir leikinn sást að Schmeichel var truflaður með laser áður en vítaspyrnan var tekin.

Þetta virðist hafa komið úr stúkunni, en þrátt fyrir truflunina þá náði Schmeichel að verja.

Kæran frá UEFA er í fleiri hlutum, það var ekki bara laserinn. Kæran snýr líka að truflun stuðningsmanna á danska þjóðsöngnum og flugeldum í stúkunni.

Enska knattspyrnusambandið á mögulega von á sekt en það er eflaust mikið hugsað um það núna; England er á leið í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner