Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. júlí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Sjáðu mörkin og vítavörslu Hannesar - „Sparkar í hausinn á sjálfum sér"
Hannes varði
Hannes varði
Mynd: Getty Images
Marki fagnað
Marki fagnað
Mynd: Getty Images
Valur tapaði í gær 3-2 á Maksimir leikvanginum þegar liðið sótti Dinamo Zagreb heim í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Liðin mætast svo aftur á Origo vellinum á þriðjudag í seinni leik liðanna.

Dinamo komst í 3-0 í leiknum og hefði getað komist í 4-0 ef ekki hefði verið fyrir vítavörslu Hannesar Þórs Halldórssonar. Valsarar skoruðu tvö mörk eftir hana og bættu möguleika sína til muna.

Dinamo Zagreb 3 - 2 Valur
1-0 Arijan Ademi (f) ('8 )
2-0 Lovro Majer ('41 , víti)
3-0 Arijan Ademi (f) ('72 )
3-0 Arijan Ademi (f) ('82 , misnotað víti)
3-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('88 , misnotað víti)
3-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('88 )
3-2 Andri Adolphsson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Viðtal við Guðmund Andra eftir leikinn:
Andri mjög ánægður með andann í liðinu - „Djöfull var þeta erfitt"

Seinna mark Vals var ansi skrautlegt og var Andri beðinn um að lýsa því frá sínu sjónarhorni.

„Ég tek einhvern langan bolta fram og ætlaði að láta Sverri hlaupa á eftir boltanum. Svo er varnarmaðurinn þeirra bara í einhverju rugli og sparkar í hausinn á sjálfum sér, boltinn dettur fyrir Andra og hann bara svellkaldur og klárar þetta ótrúlega vel. Andri var geggjaður eftir að hann kom inn á," sagði Andri við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.


Athugasemdir
banner
banner