mið 08. ágúst 2018 13:09
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Í beinni: Erik Hamren kynntur í Laugardalnum
Icelandair
Hamren er fyrrum landsliðsþjálfari Svía. Hér mætir hann til fundar í dag.
Hamren er fyrrum landsliðsþjálfari Svía. Hér mætir hann til fundar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 13:15 verður fréttamannafundur KSÍ í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal.

Svíinn Erik Hamren verður formlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands.

Hamrén er 61 árs og stýrði sænska landsliðinu í sjö ár áður en hann var ráðinn sem ráðgjafi hjá Örgryte og síðar yfirmaður knattspyrnumála hjá Sundowns. Hann hefur stýrt ýmsum félagsliðum á Norðurlöndunum og unnið titla með AIK, Örgryte, AaB og Rosenborg.

Fundurinn verður sýndur í beinni á heimasvæði okkar á Facebook og þá verður bein Twitter lýsing frá öllu því helsta sem gerist.

Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni gegn Sviss ytra þann 8. september og mætir svo Belgíu, bronsliði HM, þann 11. september.

Bein textalýsing frá fundinum er á heimasvæði @Fotboltinet á Twitter og þá er hægt að sjá lýsinguna hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner