mið 08. ágúst 2018 13:22
Magnús Már Einarsson
Gummi Hreiðars ekki áfram markmannsþjálfari Íslands
Icelandair
Guðmundur Hreiðarsson.
Guðmundur Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Hreiðarsson verður ekki áfram markmannsþjálfari íslenska karlalandsliðsins en þetta var tilkynnt í dag.

Erik Hamren var kynntur sem landsliðsþjálfari í dag en Freyr Alexandersson verður aðstoðarþjálari.

Heimir Hallgrímsson hætti sem þjálfari í síðasta mánuði og fyrir helgi var tilkynnt að Helgi Kolviðsson verði ekki aðstoðarþjálfari áfram. Guðmundur lætur einnig af störfum.

„Þeir geta gengið mjög stoltir frá borði og við getum þakkað þeim fyrir," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um störf þeirra.

Guðmundur hefur verið markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í áraraðir en hann fór meðal annars með liðinu á EM og HM.

Ljóst er að nýr markmannsþjálfari kemur inn í þjálfarateymið áður en Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni gegn Sviss og Belgíu í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner