Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 08. ágúst 2018 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren: Kannski stærsta áskorunin á mínum ferli
Icelandair
Erik Hamren er tekinn við sem landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren er tekinn við sem landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að vera kominn," sagði Erik Hamren þegar hann var kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Þessi ráðning hefur legið í loftinu síðustu daga og var hún gerð staðfest í dag.

Hamren, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og fyrrum þjálfari AIK, Álaborg og Rosenborg svo einhver félagliðs séu nefnd, kveðst mjög spenntur fyrir því að byrja í þessu starfi, sem landsliðsþjálfari Íslands.

„Ég er spenntur fyrir því að vinna með knattspyrnusambandinu, með þjálfaraliðinu, með öðrum starfsmönnum, með leikmönnunum, með stuðningsmönnunum - sérstaklega Tólfunni, og með ykkur fjölmiðlamönnum," sagði Hamren, sem er 61 árs gamall Svíi.

„Ég hef verið þjálfari í meira en 35 ár, síðan 1994 á hæsta stigi fótboltans. Ég hef fengið mörg stór og mismunandi verkefni en þetta er kannski stærsta áskorunin."

„Að vera hluti af íslenska landsliðinu, að vera leiðtogi íslenska liðsins, að reyna að komast á þriðja stórmótið í röð. Stærri lið, stærri lönd en Ísland hafa átt í erfiðleikum með það. En ég kann vel við áskorunina."

„Ég hef trú á því að við getum gert þetta, við getum gert þetta."

Mjög hrifinn af íslenska liðinu - „Frábært hugarfar"
Hamren er búinn að starfa í Suður-Afríku sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Malmelodi Sundowns síðustu mánuðina.

Hamren segist vera hrifinn af íslenska landsliðinu eins og allur fótboltaheimurinn.

„Ég er mjög hrifinn eins og allur fótboltaheimurinn. Ég hef verið í Suður-Afríku síðustu sjö mánuðina og ég veit því að allur fótboltaheimurinn er hrifinn af því sem Lars og Heimir og þeirra starfslið gerðu með þetta íslenska lið. Þeir náðu frábærum úrslitum og þetta hafa verið frábær ár."

„Þeir hafa byggt frábæran grunn til að taka næsta skrefið fram á við," sagði Hamren.

„Þegar ég kem á nýjan stað, í nýtt land, finnst mér mikilvægt að breyta ekki öllu strax, heldur byggja á það sem er fyrir. Til þess að vera gott lið þarf að vera góður í mörgum hlutum, að mínu mati er það mikilvægasta hugarfarið og íslenska landsliðið er með mikið og gott hugarfar."

„Ef við viljum ná góðum árangri í Þjóðadeildinni og komast á EM þá þurfum við á þessu frábæra hugarfari að halda."

Hér að neðan má sjá myndband frá blaðamannafundi Hamren. Hann byrjar að tala eftir tæplega 28 mínútur.


Athugasemdir
banner
banner
banner