mið 08. ágúst 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Hamren og Freysi ætla að kynna byrjunarliðið á Ölveri
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undanfarin ár hefur Heimir Hallgrímsson mætt á Ölver í Glæsibæ fyrir heimaleiki íslenska landsliðsins og kynnt byrjunarliðið þar.

Erik Hamren, nýráðinn landsliðsþjálfari, og Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari ætla að halda í þessa hefð og annar þeirra mun mæta á Ölver á leikdegi og kynan byrjunarliðið fyrir stuðningsmannasveit Tólfunnar.

„Ég hef heyrt af þessu og þetta er frábær saga. Bæði að hann (Heimir) hafi gert þetta og að stuðningsmennirnir hafi sýnt svona mikla virðingu," sagði Hamren við Fótbolta.net í dag.

„Við höldum þessu áfram. Ég veit ekki hvort það verði ég eða Freyr því ég er ekki góður í íslensku."

„Ég veit ekki hvort þeir samþykki slæma ensku mína eða hvort það sé betra að hafa íslenska rödd. Við höldum þessu að sjálfsögðu áfram."


Hér að neðan má sjá viðtalið við Erik Hamren í heild sinni.
Hamren í löngu viðtali: Ætlum að koma aftur á óvart
Athugasemdir
banner
banner
banner