Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 08. ágúst 2018 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfirmaður knattspyrnumála verður ráðinn á haustdögum
Icelandair
Guðni Bergsson á blaðamannafundinum.
Guðni Bergsson á blaðamannafundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staða yfirmanns knattspyrnumála var eitt af höfuðmálum Guðna Bergssonar þegar hann vann í kjöri til formanns KSÍ í fyrra.

Enn hefur ekki verið ráðið í stöðuna þó talað hafi verið um hana í mjög langan tíma.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í stöðuna á blaðamannafundi í dag.

„Ertu að sækja um eða?" sagði Guðni léttur við blaðamanninn sem hann fékk spurnina frá. „Við erum búnir að fara í stefnumótun innan sambandsins og munum við kynna ákveðnar skipulagsbreytingar. Inn í það fellur þessa tiltekna staða og í raun og veru ákveðin breyting sem við ætlum að hafa hér innanhúss."

„Þá mun það verða okkar verkefni að finna góðan einstakling í það starf."

„Það mun gerast núna á haustdögum."

Á þessum tiltekna blaðamannafundi var Erik Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari og Freyr Alexandersson sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Blaðamannafundurinn er í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Guðni Bergs: Hann veit að það verður erfitt að fylgja þessu eftir


Athugasemdir
banner
banner