Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 08. ágúst 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í stöðunni að losa sig við Gylfa - James eða Bale inn?
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Það verður fróðlegt að sjá hvað Everton gerir á leikmannamarkaðnum áður en nýtt tímabil hefst.

Staðarmiðillinn Liverpool Echo fór yfir það besta sem gæti gerst á markaðnum og það versta sem gæti gerst.

Gabriel Magalhaes kemur frá Lille, miðjumaðurinn Allan kemur frá Napoli og vinstri kantmaður verður sóttur... er það besta sem gæti gerst að mati Liverpool Echo. Einnig í þeim hluta greinarinnar er talað um að selja leikmenn, þar á meðal Gylfa Þór Sigurðsson.

„Gylfi er á háum launum og það mynda henta vel fyrir Everton að selja hann ef tilboð bærist," segir í greininni og bætt er við: „Og eftir sögusagnir um James Rodriguez og Gareth Bale, að nota launin í stórt nafn myndi gera stuðningsmenn gríðarlega spennta."

Einnig væri það gott, að mati höfundar greinarinnar, ef Everton myndi selja Yannick Bolasie, Mo Besic og Sandro Ramirez.

Meðal þess versta sem gæti gerst er að ef leikmenn eins og Richarlison og Lucas Digne verði seldir. Lesa má greinina í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner