Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 08. ágúst 2020 11:42
Brynjar Ingi Erluson
Havertz klárar Evrópudeildina með Leverkusen - „Enginn Covid afsláttur"
Mynd: Getty Images
Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi, segir að Kai Havertz klári tímabilið með liðinu en Leverkusen er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur sýnt mikinn áhuga á að fá Havertz í sumar en stórlið víðs vegar um Evrópu hafa fylgst náið með honum.

Völler segir að Leverkusen liggi ekki á að selja hann en Völler tekur sérstaklega fram að félagið hefur ekki samþykkt að selja hann.

„Nei, en með þessa hæfileika þýðir að hann er á lista hjá stærstu félögum heims. Við vitum af áhuga frá nokkrum liðum og þá sérstaklega Chelsea en staðan er frekar skýr. Hann á tvö ár eftir af samningnum við okkur og ef einhver vill fá hann og er tilbúið að greiða rétt verð þá er það í lagi en ef ekki þá verður hann áfram hér og allir ánægðir," sagði Völler.

„Það verður ekki létt að halda honum en fyrir listamann eins og hann þá verður enginn Covid-afsláttur gefinn."

Leverkusen spilar í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en restin af úrslitakeppninni fer fram í Þýskalandi. Havertz mun klára leiktíðina með Leverkusen.

„Auðvitað mun hann spila í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en það er líka útaf því að hann vill það. Ég er frekar gamaldags og fyrir mér er tímabilið ekki búið fyrr en allir leikirnir eru búnir."

„Það fer enginn fyrir það. Það hafa verið mikið af félagaskiptum í kringum Covid-19 og áður en tímabilið er að klárast en ekki frá okkur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner