Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. ágúst 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék listir sínar með eldgosið í bakgrunni
Mynd: Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg
Hubert Kotus er pólskur leikmaður sem hefur leikið hér á landi undanfarin ár.

Hann kom til landsins árið 2020 og lék með Þrótti Vogum seinni hluta tímabilsins í 2. deild og hjálpaði svo liðinu að komast upp í Lengjudeildina á síðasta tímabili.

Í vetur skipti þessi 29 ára leikmaður svo yfir í KFK sem spilar í 4. deildinni og hefur skorað tíu mörk í ellefu leikjum.

Um helgina tók hann upp á því að ganga að eldgosinu á Reykjanesskaga og tók með sér bolta.

Hann birti svo í kjölfarið myndband á TikTok reikningi sínum þar sem hann er að leika listir sínar með eldgosið í bakgrunni. Myndbandið má sjá hér að neðan.

@hubertkotus923 Nie ma zlej pogody, nie ma zlych warunków, nie ma złego sprzętu 🤪 There is no bad weather, bad conditions, bad equipment 🤪 🇮🇸🌋 #vulcano #iceland ♬ original sound - Hubert Kotus

Athugasemdir
banner
banner
banner