banner
   mán 08. ágúst 2022 07:30
Elvar Geir Magnússon
Mikill áhugi á Hudson-Odoi - Brozovic orðaður við Liverpool
Powerade
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Marcelo Brozovic.
Marcelo Brozovic.
Mynd: EPA
Velkomin í slúðurpakkann á mánudegi. Hudson-Odoi, Werner, Arnautovic, Lo Celso, Sane, Sesko, Brozovic og fleiri koma við sögu í pakkanum í dag.

Leicester og Southampton eru á tánum eftir að vængmaðurinn Callum Hudson-Odoi (21) bað um að fara á láni frá Chelsea áður en glugganum verður lokað. (Guardian)

Borussia Dortmund hefur einnig áhuga á að fá Hudson-Odoi. (Mail)

Timo Werner (26), sóknarmaður Chelsea og Þýskalands, er nálægt því að ganga alfarið í raðir RB Leipzig á nýjan leik. (Mail)

Bologna hafnaði 7,5 milljóna punda tilboði Manchester United í austurríska sóknarleikmanninn Marko Arnautovic (33). (Mail)

Villareal er bjartsýnt á að landa argentínska miðjumanninum Giovani lo Celso (26) frá Tottenham eftir vel heppnaða lánsdvöl á síðasta tímabili. (Fabrizio Romano)

Manchester United er enn að vinna í því að reyna að fá slóvenska framherjann Benjamin Sesko (19) frá Red Bull Salzburg. (Express)

Newcastle er einnig tilbúið að gera nýja tilraun til að fá Sesko. (Northern Echo)

Króatíski miðjumaðurinn Marcelo Brozovic (29) hjá Inter er orðaður við Liverpool og talað um að Roberto Firmino (30) eða Naby Keita (27) gæti farið öfuga átt. (Calciomercato)

Marseille er að ganga frá samkomulagi við Alexis Sanchez (33) sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Inter. (Fabrizio Romano)

Búist er við því að Everton vinni West Ham í baráttunni um enska varnarmanninn Conor Coady (29) hjá Wolves. (Mail)

Wolves hefur hafnað lánstilboði frá ónefndi ítölsku félagi í portúgalska varnarmanninn Toti Gomes (23). (Express and Star)

Danski miðvörðurinn Jannik Vestergaard (30) hjá Leicester hefur hafnað því að ganga í raðir Fulham. (Football Insider)

Fílabeinsstrendingurinn Ibrahim Sangare (24) hefur framlengt samning sinn við PSV Eindhoven til 2027, þrátt fyrir áhuga frá West Ham. (Sun)

Argentínski varnarmaðurinn Marcos Sanesi (25) hjá Feyenoord er að nálgast 13 milljóna punda sölu til Bournemouth. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner