Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 08. ágúst 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Bruno Guimaraes: Sagði aldrei að ég vildi fara
 Bruno Guimaraes.
Bruno Guimaraes.
Mynd: EPA
Bruno Guimaraes miðjumaður Newcastle hefur tjáð sig um þær sögusagnir að hann gæti farið frá liðinu í sumar.

„Ég sagði aldrei að ég vildi fara. Ég get ekki beðið eftir að nýtt tímabil fer af stað," segir Bruno.

„Ég fór ekki í neinar samræður við umboðsmann minn. Ég veit ekkert um þessar sögusagnir. Einbeiting mín hefur verið á Newcastle síðan ég samdi við félagið."

„Ég er mjög ánægður og stjórinn hefur sett þá ábyrgð á mig að vera einn af leiðtogum hópsins. Ég vil hjálpa félaginu og líka hjálpa Eddie Howe því ég er þakklátur honum."

„Ég vil skrifa nafn mitt í sögubækur félagsins og það hefur ekki breyst. Ég vil vinna bikara því stuðningsmenn eiga það skilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner