Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. september 2018 20:38
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Myndband: Óheppnin eltir Luke Shaw - Borinn af velli eftir höfuðhögg
Luke Shaw.
Luke Shaw.
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Luke Shaw var borinn af velli í viðureign Englands og Spánar í Þjóðadeildinni,

Luke Shaw hefur byrjað tímabilið frábærlega með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og var valinn besti leikmaður ágúst mánaðar hjá félaginu.

Shaw var í byrjunarliði Englands í kvöld og lagði meðal annars upp mark Englands fyrir Marcus Rashford en staðan er 1-2 fyrir gestunum frá Spáni þegar þetta er skrifað.

Í upphafi seinni hálfleiks fékk Luke Shaw þungt höfuðhögg eftir að hafa lent í samstuði við Dani Carvajal leikmann Spánverja. Nú eru um þrjú ár frá því að Luke Shaw fótbrotnaði illa í Meistaradeildarleik gegn PSV Eindhoven.

Leikurinn var stöðvaður í talsverðan tíma á meðan hlúð var að Shaw á vellinum, samkvæmt fréttum sem berast frá Englandi er Shaw með meðvitund og getur tjáð sig.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner