Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   sun 08. september 2019 17:32
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Grótta fer upp í Inkasso-deildina
Grótta fylgir Völsungi upp í Inkasso
Grótta fylgir Völsungi upp í Inkasso
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Völsungur er meistari í 2. deild kvenna
Völsungur er meistari í 2. deild kvenna
Mynd: Hafþór - 640.is
Síðustu leikirnir í lokaumferð 2. deildar kvenna fóru fram í dag en Völsungur vann Leikni R. 3-0 á meðan Grótta vann góðan 3-0 sigur á Álftnesingum og fylgir liðið því Völsungi upp í Inkasso-deildina.

Völsungur var þegar búið að tryggja sér titilinn í 2. deildinni en liðið vildi enda tímabilið á góðu nótunum og tókst það. Krista Eik Harðardóttir, Elfa Mjöll Jónsdóttir og Dagbjört Ingvarsdóttir skoruðu mörk Völsungs sem vann 3-0 sigur.

Völsungur endaði í efsta sæti deildarinnar með 34 stig en Grótta endaði í 2. sæti með 23 stig. Grótta þurfti sigur í dag til að komast upp um deild og hafðist það.

Taciana da Silva Souza skoraði fyrsta markið á 4. mínútu áður en Tinna Jónsdóttir skoraði tvö mörk til að loka sigrinum.

Úrslit og markaskorarar:

Völsungur 3 - 0 Leiknir R.
1-0 Krista Eik Harðardóttir ('9 )
2-0 Elfa Mjöll Jónsdóttir ('25 )
3-0 Dagbjört Ingvarsdóttir ('44 )

Grótta 3 - 0 Álftanes
1-0 Taciana da Silva Souza ('4 )
2-0 Tinna Jónsdóttir ('44 )
3-0 Tinna Jónsdóttir ('64 )
Athugasemdir
banner
banner
banner