Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. september 2019 15:40
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona vill framlengja við Messi - Samningur út ferilinn
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona vill gera nýjan samning við argentínska knattspyrnumanninn Lionel Messi en sá á að gilda út ferilinn. Þetta kemur fram í Mundo Deportivo í dag.

Messi er 32 ára gamall og hefur spilað fyrir Barcelona frá því hann var 13 ára gamall. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en núverandi samningur hans rennur út árið 2021.

Það er þó klásúla í samningnum sem leyfir Messi að fara á frjálsri sölu eftir þetta tímabil og er ekki vitað hvort hann ætli að nýta sér það eða ekki.

Samkvæmt Mundo Deportivo þá vill Barcelona hefja samningaviðræður við Messi og gera samning út ferilinn og jafnvel til lífstíðar.

Það yrði engin dagsetning á því hvenær samningurinn myndi renna út en sumir fjölmiðlar halda því þó fram að Messi vilji prufa eitthvað nýtt eftir tímabilið og að þetta gæti verið síðasta leiktíð hans á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner