Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. september 2019 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Gracia: Kom mér á óvart eftir að hafa náð besta árangri í sögu félagsins
Javi Gracia var í losti
Javi Gracia var í losti
Mynd: Getty Images
Spænski þjálfarinn Javi Gracia er án starfs eftir að Watford lét hann taka poka sinn í gær en Quique Flores Sanchez tók við keflinu af honum.

Gracia tók við Watford árið 2018 en á síðasta tímabili kom hann liðinu í úrslitaleik FA-bikarsins og endaði þá liðið í 11. sæti deildarinnar.

Liðið hefur ekki unnið leik í fyrstu fjórum umferð ensku úrvalsdeildarinnar og er með eitt stig á botninum en eigendur Watford ákváðu að slíta samstarfinu í gær.

Gracia var rekinn og Flores Sanchez fenginn inn í staðinn en hann stýrði liðinu tímabilið 2015-2016. Fréttirnar komu Gracia á óvart.

„Eftir óvænta tilkynningu um að samningnum mínum hafi verið rift þá verð ég að segja að ég er hissa yfir þessari ákvörðun eftir að hafa náð sögulegum árangri fyrir Watford á síðustu leiktíð," sagði Gracia í yfirlýsingu sinni.

„Ég virði þó ákvörðunina og vil koma því á framfæri að ég á í góðu sambandi við eigendur Watford og það breytist ekki þó svo ég hafi verið látinn fara," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner