Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. september 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi fór í 24 návígi gegn Albaníu í júní - Langt yfir meðaltalinu
Icelandair
Gylfi í baráttunni gegn Albaníu.
Gylfi í baráttunni gegn Albaníu.
Mynd: Eyþór Árnason
Íslenska landsliðið heldur í dag til Albaníu, en framundan er þar leikur í undankeppni EM 2020.

Ísland vann í gær 3-0 sigur á Moldóvu á heimavelli. Reikna má við því að leikurinn í Albaníu verði mun strembnari.

Ísland og Albanía hafa nú þegar mæst í riðlinum, en á Laugardalsvelli vann Ísland 1-0. Jóhann Berg Guðmundsson, sem er ekki í hópnum að þessu sinni vegna meiðsla, skoraði þá sigurmarkið. Sá leikur reyndist erfiður, en Ísland náði að landa sigrinum.

Á blaðamannafundinum þegar landsliðshópurinn fyrir þetta verkefni var tilkynntur, benti Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, á áhugaverða staðreynd.

„Gylfi fór í 24 návígi í leiknum í júní. Það er langt yfir meðaltalinu hans. Hann fer yfirleitt í 13 návígi í leiki. Við tókum slaginn. Í leiknum voru 190 návígi en að meðaltali eru hjá okkur 150 návígi. Það var slagsmálaleikur og það verður aftur bardagaleikur í Albaníu 10. september," sagði Freyr.

Þess má geta að Gylfi er þrítugur í dag og óskum við á Fótbolta.net honum til hamingju með daginn!
Athugasemdir
banner
banner
banner