Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. september 2019 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Gylfi þrítugur í dag - Fær kveðjur frá FIFA
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Moldóvum í gær
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Moldóvum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er þrítugur í dag en hann fær kveðjur frá FIFA í tilefni dagsins.

Gylfi hefur átt stóran þátt í árangri íslenska landsliðsins síðustu ár en hann hefur farið á tvö stórmót með liðinu.

Hann var mikilvægur á EM 2016 er íslenska karlalandsliðið komst á sitt fyrsta stórmót og þá hjálpaði hann liðinu að komast á HM í Rússlandi á síðasta ári.

Gylfi hefur spilað 69 A-landsleiki og skorað 20 mörk en auk þess á hann yfir 230 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skorað 59 mörk.

Hann fær kveðjur frá FIFA á Twitter í dag en við Fótbolta.net óskum Gylfa til hamingju með daginn. Hægt er að sjá kveðju FIFA hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner