Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. september 2019 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Inkasso: Afturelding skellti Gróttu niður á jörðina
Andri Freyr Jónasson skoraði tvö fyrir Aftureldingu
Andri Freyr Jónasson skoraði tvö fyrir Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 0 - 5 Afturelding
0-1 Andri Freyr Jónasson ('14 , víti)
0-2 Jason Daði Svanþórsson ('28 )
0-3 Andri Freyr Jónasson ('36 )
0-4 Arnór Gauti Jónsson ('54 )
0-5 Jason Daði Svanþórsson ('80 )

Afturelding vann ótrúlegan 5-0 sigur á Gróttu í 20. umferð Inkasso-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi.

Lestu um leikinn - Grótta 0 - 5 Afturelding

Arnar Þór Helgason braut af sér innan teigs á 14. mínútu og skoraði Andri Freyr Jónasson örugglega úr vítinu. Gróttumenn virkuðu óöruggir og nýtti Afturelding sér það því Jason Daði Svanþórsson skoraði annað mark fjórtán mínútum síðar. Jason komst fyrir sendingu hjá Gróttu í vörninni og skoraði.

Átta mínútum síðar gerði Andri Freyr annað mark sitt í leiknumog staðan í hálfleik 3-0 fyrir Aftureldingu. Arnór Gauti Jónsson gerði fjórða mark Aftureldingar á 54. mínútu og tíu mínútum fyrir leikslok skoraði Jason Daði Svanþórsson fimmta markið. Afturelding hefði auðveldlega getað bætt við fleiri mörkum en lokatölur 5-0.

Grótta er áfram í 2. sæti með 37 stig en Afturelding er að vinna sig úr botnbaráttunni og er nú í 8. sæti með 22 stig. Grótta er hins vegar að hleypa spennu í baráttuna um sæti í Pepsi Max-deildinni en Leiknismenn eru með 36 stig í þriðja sæti og Þór í fjórða sæti með 33 stig þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner