Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. september 2019 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus að hefja viðræður við De Gea
David De Gea gæti farið sömu leið og Aaron Ramsey
David De Gea gæti farið sömu leið og Aaron Ramsey
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus er að undirbúa viðræður við David De Gea, markvörð Manchester United. Daily Express greinir frá þessu.

De Gea er 28 ára gamall og hefur verið í herbúðum Manchester United frá 2011 en hann hefur spilað lykilhlutverk í liðinu og er talinn einn af bestu markvörðum heims.

Samningur hans við United rennur út næsta sumar og mega félög byrja að ræða við hann um áramótin.

Samkvæmt Express er Juventus að undirbúa sig undir viðræður við De Gea en ítalska félagið fékk meðal annars Adrien Rabiot og Aaron Ramsey á frjálsri sölu í sumar og hafa verið að vinna þessa formúlu undanfarin ár.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur margoft rætt samningaviðræður De Gea og United og að hann væri nálægt því að framlengja en þær hafa dregist í um það bil ár og útlit fyrir að hann sé á förum.
Athugasemdir
banner
banner
banner