Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 08. september 2019 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Slógu okkur út af laginu en nýttu ekki færin
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að hafa tryggt liðinu áframhaldandi veru í Pepsi Max-deildinni í dag en liðið vann Keflavík 4-1.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Keflavík

Ekki byrjaði það vel hjá Stjörnunni en Maired Clare Fulton skoraði eina mark fyrri hálfleiksins. Liðið fékk mörg góð færi en tókst ekki að nýta þau. Stjarnan mætti með grimmd í síðari hálfleikinn og skoraði liðið þar fjögur mörk og ljóst að sæti liðsins er tryggt í Pepsi Max-deildinni.

„Við fengum ekki á okkur mark á 2. mínútu eins og gerðist í Keflavík og þá náði Keflavík að nýta færin strax og sló okkur algerlega út af laginu. Nú slógu þær okkur út af laginu en þeim tókst ekki að skora en það stressaðist allt upp hjá okkur og fórum út úr því sem við ætluðum okkur að gera en í seinni hálfleik þá spilaðist leikurinn eins og við vorum búnar að setja hann upp," sagði Kristján við Fótbolta.net.

Stjarnan hefur verið að berjast í neðri hluta deildarinnar á þessari leiktíð en liðið er nú í 7. sæti með 19 stig.

„Það er búið að vera það. Eftir þessa hrinu þar sem við náðum í ansi fá stig þá drógumst við í þennan þétta pakka. Deildin er öðruvísi í ár svona miðað við undanfarin ár, það er ekki 1, 2 eða 3 lið sem eru neðst það er bara barátta."

„Þannig séð. Þú vilt alltaf enda sem efst á töflunni en við erum með ákveðin markmið fyrir síðustu leikina en það er smá eftir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner