Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. september 2019 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Albaníu: Frakkar eru góðir í að blekkja
Andi Lila
Andi Lila
Mynd: EPA
Andi Lila, leikmaður Tirana í Albaníu, segist vera með samsæriskenningar um mistökin sem áttu sér stað fyrir leik Frakklands og Albanía í undankeppni EM í gær.

Lila er 33 ára gamall og spilaði síðast landsleik árið 2018 en hann hefur spilað mest megnis í Albaníu og Grikklandi. Hann lék þá eitt tímabil með Parma á Ítalíu.

Hann hefur verið utan hóps síðasta árið eða svo en hann tjáði sig um mistökin sem áttu sér stað á Stade de France í gær. Frakkar unnu leikinn 4-1 en það var atvik fyrir leikinn sem vakti mesta athygli.

Skipuleggjendur leiksins spiluðu þjóðsöng Andorra fyrir leikinn en albanska liðið krafðist þess að heyra réttan þjóðsöng áður en leikurinn yrði flautaður á. Vallarþulurinn bað síðan Armeníu afsökunar á ruglingnum í kallkerfinu til að bæta gráu ofan á svart.

Lila er með kenningu um að þetta hafi alls ekki verið mistök.

„Ég er með samsæriskenningu um það að Frakkarnir hafi gert þetta viljandi til að reyna rugla albanska liðið í ríminu. Þeir eru góðir í að blekkja fólk," sagði þetta við Sport Expres í Albaníu.


Athugasemdir
banner
banner
banner