Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 08. september 2019 18:21
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Dýrt jafntefli í Georgíu
George Puscas var hetja Rúmeníu
George Puscas var hetja Rúmeníu
Mynd: EPA
Þrír leikir kláruðust nú rétt í þessu í undankeppni Evrópumótsins en Danmörk gerði markalaust jafntefli við Georgíu á meðan Sviss vann Gíbraltar 4-0.

Sviss vann Gíbraltar nokkuð þægilega 4-0. Denis Zakaria, leikmaður Gladbach í Þýskalandi, kom Sviss yfir á 37. mínútu eftir sendingu frá Granit Xhaka áður en Admir Mehmedi bætti við öðru.

Ricardo Rodriguez skoraði svo þriðja mark Sviss undir lok fyrir hálfleiks. Mario Gavranovic gerði fjórða og síðasta mark leiksins á 87. mínútu og Sviss í 3. sæti með 8 stig.

Danmörk fékk dauðafæri á að koma sér í efsta sæti riðilsins með Írum en liðið gerði markalaust jafntefli við Georgíu og þarf því að sætta sig við að vera áfram í 2. sæti en liðið er með 9 stig en liðin leika öll í D-riðli.

Á sama tíma spilaði Rúmenía við Möltu í F-riðli. George Puscas, leikmaður Reading, gerði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og er liðið nú í þriðja sæti með 10 stig, jafnmörg og Svíþjóð sem er í 2. sæti en Svíþjóð og Noregur mætast í Skandinavíuslag klukkan 18:45.

Úrslit og markaskorarar:

Sviss 4 - 0 Gíbraltar
1-0 Denis Zakaria ('37 )
2-0 Admir Mehmedi ('43 )
3-0 Ricardo Rodriguez ('45 )
4-0 Mario Gavranovic ('87 )


Georgía 0 - 0 Danmörk

Rúmenía 1 - 0 Malta
1-0 George Puscas ('47 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner